Spaugur er hugbúnaðarfyrirtæki frá Reykjavík sem stofnað var í þeim tilgangi að vera eignarhalds- og rekstrarfélagið fyrir ýmsar hugbúnaðarvörur. Félagið framleiðir bæði nýjar hugbúnaðarvörur, aðallega hugbúnað sem þjónustu (SaaS), og rekur fyrri hugbúnaðarvörur svosem með því að bæta við eiginleikum og laga þau vandamál sem koma á daginn.
Félagið gegnir einnig því hlutverki að bjóða samningsbundna hugbúnaðargerðarþjónustu (e. "contract development") þar sem sérsniðinn hugbúnaður, t.d. vefir, vefverslanir, innri vefir, o.fl., er hannaður, forritaður, og afhentur til viðskiptavina. Slík þjónusta hentar félögum sem einstaklingum úr öllum markhópum. Lítil félög og einyrkjar hafa oft áhuga á vefsíðugerð og annað í þeim flokki en mið- og stór fyrirtæki hafa oft frekar áhuga á víðtækum kerfum.
Staðsett í
Reykjavík, á Íslandi
Spaugur var stofnað fyrir
dögum
... á mánudegi 😴
Upphaflega var ætlunin að stofna félagið Bókar ehf. sem ræki og ætti vöruna bókar.is. Svo kom sú spuglering að kannski yrðu fleiri vörur framleiddar undir sama fyrirtæki og þá væri eflaust verra að vera með það allt undir nafninu "Bókar ehf." Því var valið að finna annað nafn, en það nafn varð Spaugur.
Spaugur fór svo að bjóða upp á hugbúnaðargerðarþjónustu að auki aðalvörunni og þannig varð Spaugur að sinni eigin einingu.
© 2024 Spaugur ehf.